Götuhorn - Skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist

Götuhorn - Skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist

Seljandi
Listasafn Íslands
Verð
5.900 kr.
Verð
5.900 kr.
Verð
Uppselt
Stykkjaverð
á 
Verð með virðisauka

Götuhorn – skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist

Listasafn Íslands og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO í samstarfi við Bókmenntahátíð bjóða til upplesturs og útgáfuhófs bókarinnar Götuhorn – skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist þar sem fimmtán rithöfundum og ljóðskáldum var boðið að velja eitt verk hver sem veitti þeim innblástur. Og rétt eins og myndlistarverkin kölluðu á þessa völdu höfunda, þá ná skrif þeirra nú að leiða okkur áhorfendur inn í verkin og tengja okkur í senn við myndlistina og hugarheim rithöfundanna með nýjum og margslungnum hætti.

Þeir rithöfundar sem skrifa í bókinar eru: Anne Carson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Karólína Rós, Kristín Ómarsdóttir, Maó Alheimsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, María Elísabet Bragadóttir, Ragna Sigurðardóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Sjón.