Finnur Jónsson (1892–1993) er einn af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar og tók þátt í að móta íslenska listasögu allt frá þriðja áratug 20. aldar. Hann sýndi abstraktverk fyrstur íslenskra myndlistarmanna, fyrst í Berlín á vegum hins fræga Sturm-hóps en síðan á sögufrægri sýningu í Reykjavík árið 1925. Eftir heimkomuna tók Finnur upp expressjónískt og frásagnarkennt myndmál og er hann þekktur fyrir málverk sín af íslensku landslagi og sjómönnum á hafi úti. Framan af ævinni var Finnur í fylkingarbrjósti íslenskra myndlistarmanna og barðist ötullega fyrir réttindum þeirra og starfsgrundvelli.
Í tilefni af aldarafmæli Listasafn Íslands gáfu Finnur og kona hans, Guðný Elísdóttir, safninu rúmlega 800 af verkum Finns árið 1985, meðal annars silfurmunir, auk verkfæra og steypumóta úr viði og málmi sem notuð voru við gull- og silfursmíði.
Meðal þeirra silfurverka sem safninu hlotnaðist var nisti í líki sjómanns sem rær báti.
Í tilefni aldarafmælis Félags íslenskra gullsmiða árið 2024 fékk Listasafn Íslands silfursmiðinn Óttar Gauta Guðmundsson til þess að endurskapa þessi verk sem glæsilega skartgripi er halda á lofti menningararfi og listasögu Íslands.
Armband úr fjórum samtengdum sterlingssilfurplötum.
Fjórar plötur, hver þeirra sýnir íslenska landvætti: dreka, gamm, griðung og bergrisa.
Stærð: 16,5 x 2,5 cm
Hönnun eftir Finn Jónsson, 1892-1993, frumkvöðul í íslenskri myndlist sem hafði umtalsverð áhrif á listalíf þjóðarinnar frá og með þriðja áratug 20. aldar.
The Icelandic artist and goldsmith Finnur Jónsson (1892–1993) made significant contributions to Icelandic art history in the 20th century. He was the first Icelandic artist to exhibit abstract works, both abroad and in Iceland, but he also adopted an expressionistic and narrative style, becoming known for his paintings of Icelandic landscapes and fishermen at sea. He was a leading figure among Icelandic artists, advocating for their rights and better working conditions.
On the occasion of the centennial of the National Gallery of Iceland, Finnur and his wife, Guðný Elísdóttir, donated over 800 of Finnur’s works to the museum. This significant gift included among others silver pieces, as well as tools and wood and metal casting moulds for gold and silver smithing.
Among the silver pieces a pendant in the form of a fisherman rowing a boat.
To commemorate the 100th anniversary of the Icelandic Goldsmiths’ Association in 2024, the National Gallery of Iceland commissioned the silversmith Óttar Gauti Guðmundsson to reproduce these works as exquisite jewellery, celebrating Icelandic cultural heritage and art history.
Bracelet made of four linked sterling silver panels.
Four panels depicting the four Icelandic land spirits: the dragon, the eagle, the bull and the giant.
Size: 16,5 cm x 2,5 cm
Design by Finnur Jónsson, 1892-1993, a pioneering Icelandic artist who significantly shaped Icelandic art history from the 1920s onwards.