Í fræðsluefninu Ísabrot eru listaverk valin til umfjöllunar þar sem listamenn vinna með jökla með ólíkum efnum og aðferðum. Listaverkin hvetja til samræðna og auka við þekkingu á myndlist, sem og málefnum náttúrunnar. Hægt er að nálgast listaverkin úr óteljandi áttum, spyrja spurninga og gefa gaum að því sem við sjáum. Þannig verður til þekking sem að situr eftir í hugum okkar, en með myndlist má læra um bæði sögu, samfélagið og umhverfið þannig að skilningur okkar á heiminum dýpki. Fjölbreyttir listamenn hafa þróað smiðjur sem að allar hverfast um jökla með mismunandi áherslum. Listrænum verkefnum er miðlað í bókinni.