Þóra Sigurðardóttir Járn hör kol og kalk.  Iron flax coal and chalk

Þóra Sigurðardóttir Járn hör kol og kalk. Iron flax coal and chalk

Seljandi
Listasafn Íslands
Verð
6.950 kr.
Verð
6.950 kr.
Verð
Uppselt
Stykkjaverð
á 
Verð með virðisauka

Bókin Járn, hör, kol og kalk er unnin á árunum 2020 til 2024 og kynnir verk Þóru Sigurðardóttur myndlistarmanns. Unnið var að gerð bókarinnar að nokkru samhliða undirbúningi fyrir sýningu í Listasafni Íslands sem nú stendur yfir. Í bókinni eru myndir af verkum sem flest eru unnin á árunum 2016-2023, en einnig nokkur verk frá árunum 1992 til 1994 sem tengjast þemanu sem sýningin í Listasafni Íslands hverfist um: hversdaglegum plönum, rými, teikningu og eiginleikum efnis. Í bókinni eru einnig ljósmyndir frá vinnustofu listamannsins. Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur ritar inngang en í bókinni birtast einnig fimm textar eftir jafn marga höfunda; þeir textar voru unnir í tengslum við sýningar á verkum Þóru á árabilinu 1998 til 2017. 

Höfundar texta eru Ann-Sofie Gremaud, Erin Honeycutt, Gunnar Harðarson, Geir Svansson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Bókin er 144 síður, allir textar á íslensku og ensku. Hún er hönnuð af Hildigunni Gunnarsdóttur og gefin út af Pennu sf.